Hraunflæði virðist stöðugt Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2022 06:42 Nokkuð hefur dregið úr hraunflæði í Meradölum síðan RAX tók þessa ljósmynd þegar hann flaug yfir gosið í fyrradag. Vísir/RAX Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Önnur mæling í gær sýndi hins vegar fram á að hraunflæði væri komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, bendir ekkert til þess að hraunflæði hafi breyst frá því í gær. Til standi að fljúga yfir svæðið snemma í dag ef veður leyfir og mæla á ný. Þá segir hún að gossprungan virðist enn um eitt hundrað metrar að lengd og magn gass frá gosinu mælist óbreytt. Að lokum segir Sigríður að lítil skjálftavirkni hafi verið á svæðinu undanfarið en samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa aðeins 567 skjálftar mælst á öllu landinu síðastliðnar 48 klukkustundir. Eldgosið er í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna. Samkvæmt björgunarsveitinni Þorbirni má gera ráð fyrir að slík ganga taki 5 til 6 klukkustundir hið minnsta, en liðsmenn sveitarinnar kláruðu í gærkvöldi að stika gönguleiðina.Vísir Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í gærkvöldi og má horfa á hluta hennar í spilaranum hér að neðan. Fylgst verður með stöðunni á eldgosinu í Meradal í allan dag í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira