Töluvert dregið úr hraunflæði frá því í gær Ritstjórn Vísis skrifar 4. ágúst 2022 06:42 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson stökk beint upp í flugvél þegar hann heyrði af upphafi eldgossins í gær. Hann náði mörgum stórfenglegum ljósmyndum á borð við þessa. Vísir/rax Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira