Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 13:16 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að fara þurfi betur yfir skráningu mála eftir helgina. Vísir/Einar Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent