Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2022 20:05 Fjölskyldan í Hveragerði, sem skaut skjólshúsi yfir bresku bræðurna, Jóhann Már, Svandís og Ýmir Kári, sonur þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi. Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi.
Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira