Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2022 22:02 Ungir og aldnir sýna gestum Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Logi Beck Kristinsson, 14 ára, og Einar Þorvarðarson verkfræðingur, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. Sigurjón Ólason Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18