Nichols var brautryðjandi fyrir svartar konur í Bandaríkjunum þar sem hún var ein af fyrstu svörtu konunum í Bandaríkjunum til að leika stórt hlutverk í bandarísku sjónvarpi.

Auk þess að leika í sjónvarpsþáttunum vinsælu lék hún í fjölda annarra mynda yfir margra áratuga tímabil.
Þá vann hún hjá NASA frá 1977 til 2015 við að hvetja konur og fólk í minnihlutahópum til að sækja um hjá stofnunni.
Sonur Nichols, Kyle Johnson, greindi frá því á Facebook að móðir hans hafi látist í gærkvöldi í Silver City í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum.
Hann segir Nichols hafa látist af náttúrulegum orsökum.