Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2022 18:45 Loftmynd af eldstöðvunum í Fagradalsfjalli en í nágrenni við fjallið stendur nú yfir öflug jarðskjálftahrina. Vísir/RAX Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. Undanfarinn sólarhring hafa meira en fimm hundruð skjálftar mælst á mælum Veðurstofunnar við Fagradalsfjall og þar af hafa átján verið stærri en 3,0 að stærð sem telst ansi kröftugt. Upp úr hádegi snarjókst tíðni jarðskjálfta á landinu og hefur stöðug jarðskjálftahrina staðið yfir síðan.Skjáskot Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í viðtali við Vísi að atburðurinn myndi vara í nokkra daga og að sérfræðingar myndu fylgjast náið með virkninni enda gæti jarðskjálftahrinan verið til marks um yfirvofandi eldgos. Þá sagði Einar að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á sama dýpi og þar sem skjálftarnir eru að mælast. Jafnframt sagði hann að þessi jarðskjálftahrina sé ívið kröftugri en hrinan sem var um áramótin. Óvissustig og gulur flugveðurkóði Ríkislögreglustjóri lýsti, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Í óvissustigi almannavarna eykst eftirlit með tiltekinni atburðarás . Björn Oddsson, fagstjóri hjá Almannavörnum, sagði að búast mætti við jarðskjálftahrinum, líkt og þeim sem nú stendur yfir, næstu áratugi og telur hann að það sé ekki endilega merki um eldgos í hvert skipti. Veðurstofan hefur einnig sett flugveðurkóða á gult viðbúnaðarstig sem hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Undanfarinn sólarhring hafa meira en fimm hundruð skjálftar mælst á mælum Veðurstofunnar við Fagradalsfjall og þar af hafa átján verið stærri en 3,0 að stærð sem telst ansi kröftugt. Upp úr hádegi snarjókst tíðni jarðskjálfta á landinu og hefur stöðug jarðskjálftahrina staðið yfir síðan.Skjáskot Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í viðtali við Vísi að atburðurinn myndi vara í nokkra daga og að sérfræðingar myndu fylgjast náið með virkninni enda gæti jarðskjálftahrinan verið til marks um yfirvofandi eldgos. Þá sagði Einar að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á sama dýpi og þar sem skjálftarnir eru að mælast. Jafnframt sagði hann að þessi jarðskjálftahrina sé ívið kröftugri en hrinan sem var um áramótin. Óvissustig og gulur flugveðurkóði Ríkislögreglustjóri lýsti, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Í óvissustigi almannavarna eykst eftirlit með tiltekinni atburðarás . Björn Oddsson, fagstjóri hjá Almannavörnum, sagði að búast mætti við jarðskjálftahrinum, líkt og þeim sem nú stendur yfir, næstu áratugi og telur hann að það sé ekki endilega merki um eldgos í hvert skipti. Veðurstofan hefur einnig sett flugveðurkóða á gult viðbúnaðarstig sem hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16