Arnar Bergmann: Ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. júlí 2022 16:56 Arnar Bergmann Gunnlaugsson hrósaði andstæðingum sínum hástert eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki viss þegar hann var spurður hvort hann sæi glasið hálffullt eða hálftómt eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. „Ég er ekki alveg viss hvort ég meti þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið. Það verður eiginlega bara að koma í ljós þegar nær dregur haustinu. Við megum ekki gleyma því að við erum að spila á erfiðum útivelli eftir mikla leikjatörn," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Við erum vissulega svekktir með að hafa ekki náð að klára þetta eftir að hafa komist tvisvar yfir og brennum svo af vítaspyrnu og nokkrum góðum færum sem hefðu getað komið okkar í þægilega stöðu. Það verður hins vegar að hrósa Stjörnunni bæði fyrir spilamennskuna og að koma til baka," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir mikið leikjaálag hjá okkur undanfarið fannst mér leikmenn liðsins ferskir og það var góð ákefð í þessum leik hjá báðum liðum. Það er hvort í senn mjög skemmtilegt og eiginlega óþolandi að spila við Stjörnuna. Þetta er lið með svipaðan leikstíl og hafa boðið upp á tvo mjög fjöruga leiki í sumar," sagði Arnar Bergmann. Nikolaj Hansen fór af velli strax í kjölfar þess að hann braut ísinn í leiknum. Arnar Bergmenn segir að veikindi hafi legið að baki þeirri skiptingu. „Það er í raun ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og ældi fyrir leik og í hálfleik. Hann fékk höfuðhögg í markinu og gat ekki haldið áfram. Annars eru allir leikmenn fyrir utan Halldór Smára meiðslalausir og ferskir fyrir komandi verkefni," sagði hann um ástandið á Víkingsliðinu. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
„Ég er ekki alveg viss hvort ég meti þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið. Það verður eiginlega bara að koma í ljós þegar nær dregur haustinu. Við megum ekki gleyma því að við erum að spila á erfiðum útivelli eftir mikla leikjatörn," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Við erum vissulega svekktir með að hafa ekki náð að klára þetta eftir að hafa komist tvisvar yfir og brennum svo af vítaspyrnu og nokkrum góðum færum sem hefðu getað komið okkar í þægilega stöðu. Það verður hins vegar að hrósa Stjörnunni bæði fyrir spilamennskuna og að koma til baka," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir mikið leikjaálag hjá okkur undanfarið fannst mér leikmenn liðsins ferskir og það var góð ákefð í þessum leik hjá báðum liðum. Það er hvort í senn mjög skemmtilegt og eiginlega óþolandi að spila við Stjörnuna. Þetta er lið með svipaðan leikstíl og hafa boðið upp á tvo mjög fjöruga leiki í sumar," sagði Arnar Bergmann. Nikolaj Hansen fór af velli strax í kjölfar þess að hann braut ísinn í leiknum. Arnar Bergmenn segir að veikindi hafi legið að baki þeirri skiptingu. „Það er í raun ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik. Hann er búinn að vera veikur alla vikuna og ældi fyrir leik og í hálfleik. Hann fékk höfuðhögg í markinu og gat ekki haldið áfram. Annars eru allir leikmenn fyrir utan Halldór Smára meiðslalausir og ferskir fyrir komandi verkefni," sagði hann um ástandið á Víkingsliðinu.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira