Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy heimsótti hafnirnar í Chornomork og Odessa, tvær af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, þar sem verið var að dæla korni um borð í flutingaskip. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Öryggisverðir gæta korngeymslna við höfnina í Odessa í dag. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna til að pláss verði fyrir haustuppskeru þessa árs.AP/David Goldman Volodymyr Zelenskyy var yfirvegaður þar sem hann gekk um hafnarsvæðið í stuttermabol í dag. Hann bar þess ekki merki að rússneska leyniþjónustan sæti um líf hans og Rússar hefðu nýlega gert eldflaugaárás á Odessa og hafnarsvæðið þar. Hann fékk munnlega skýrslu um stöðu mála og var viðstaddur þegar verið var að dæla korni um borð í fyrsta skipið. „Þetta er tyrkneskt skip sem ég stend hérna við. Þetta gefur til kynna að höfnin hafi tekið til starfa. Það mikilvægasta fyrir okkur er að höfnin og fólkið geti starfað,“ sagði forsetinn. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kynnti sér aðstæður á útflutningshöfninni í Odessa í fylgd sendiherra ýmissra ríkja og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Allt væri til reiðu Úkraínu meginn til að hefja útflutninginn. Nú væri bara beðið eftir merki frá samhæfingarmiðstöð í Tyrklandi. „Um leið og Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar gefa merki um að þeir séu tilbúnir að taka við farminum og að við getum hafið útflutning byrjar þetta allt. Ég held að ferlið muni hefjast í dag eða á morgun“, sagði Zelenskyy. Um hundrað flutningaskip hafa legið föst í útflutningshöfnum Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst hinn 24. febrúar.AP/David Goldman Yuzhny, Odessa og Chornomorsk eru aðalútflutningshafnir Úkraínu og er allt til reiðu í þeim tveimur síðar nefndu. Flytja þarf út um 20 milljónir tonna af korni og mikið af áburði á þeim 120 dögum sem samkomulag Úkraínumanna og Rússa fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna um útflutninginn nær til. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum þessara aðila var formlega opnuð í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Þaðan verður öllum flutningunum stjórnað. Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir alla leggja metnað sinn í að útflutningurinn frá Úkraínu gangi vel í nafni friðar í heiminum. Náið eftirlit verði með siglingunum.AP/Khalil Hamra Hulusi Akar varnarmálaráðherra Tyrklands segir að fylgst verði með skipunum með aðstoð gervihnatta og öðrum samskiptum. Fylgst verði með lestun þeirra í Úkraínu og farmur þeirra skoðaður í Tyrklandi áður en skipin haldi lengra. Ekki þurfi að slægja upp tundurdufl vegna siglinganna að þessu sinni. „Starfsmennirnir í þessari miðstöð vita að augu heimsins hvíla á þeim. Það er von okkar að með samvinnu og vel heppnuðu starfi muni miðstöðin ná hámarksframlagi til mannúðarþarfa og friðar,“ sagði tyrkneski varnarmálaráðherrann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. 29. júlí 2022 08:31
Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. 28. júlí 2022 21:47