Trump hæstánægður með LIV-mótaröðina og vini sína í Sádí-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 15:01 Donald Trump undir stýri á golfbíl á golfvelli sínum í New Jersey. getty/Cliff Hawkins Ekki eru allir par hrifnir af sádí-arabísku LIV-mótaröðinni í golfi. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er ekki í þeim hópi. Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku. Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku.
Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti