Byrjað verður að sýna frá Hero Open, sem er hluti af DP World Tour klukkan 11.30 í dag á Stöð 2 sport.
Þá verður sjónum beint að Opna skoska meistaramótinu í golfi á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en mótið er hluti af LET-mótaröðinni.
Síðast en ekki síst verður bein útsending frá PGA-mótinu Rocket Mortgage Classic frá klukkan 19.00 og fram eftir kvöldi.