Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir 266 farþega hafa verið í vélinni og séu þeir nú að ganga frá borði.
Aðspurður hvort einhver fótur hafi verið fyrir hótuninni segir Úlfar, „þetta er auðvitað bara aðgerð sem er í fullum gangi og í raun og veru ekkert meira að segja um stöðu mála að svo stöddu.“
Uppfært klukkan 18:40:
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum gekk vel að rýma vélina og eru aðgerðir viðbragðsaðila enn í gangi á vettvangi. Sprengjusveit sérsveitar ríkislögreglustjóra sé að störfum í vélinni en enginn sprengja hafi fundist í vélinni þegar tilkynning barst klukkan 18:37.
Uppfært klukkan 18:58:
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skrifaði einhver farþegi vélarinnar „BOMB“ á spegilinn á salerni vélarinnar. Ekki sé vitað hver skrifaði orðið á spegilinn eða af hverju.
Uppfært klukkan 20:03
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að leit í farþegarými vélarinnar sé lokið en að leit standi yfir í lest vélarinnar. Ekkert óeðlilegt hafi fundist.
Fréttin hefur verið uppfærð.