Leti frekar en kórónaveiru um að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júlí 2022 11:49 Skipuleggjendur komu ekki saman í ár til að skipuleggja Evrópumótið í Mýrarbolta. vísir/hafþór Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár um verslunarmannahelgina þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar hittust ekki til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32
Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent