Lokatölur í leiknum urðu 94-77 Íslandi í vil en leikið var í Tblisi í Georgíu. Íslenska liðið mætir Serbum í úrslitaleiknum. Serbía bar sigurorð af Eistlandi í hinum undanúrslitaleiknum í dag.
Orri Gunnarsson, leikmaður Hauka, var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í þessum leik með 27 stig.
Friðrik Anton Jónsson, sem leikur með Álftanesi, kom næstur með 15 stig. Blikinn Sigurður Pétursson setti svo niður 14 stig og KR-inguurinn Þorvaldur Orri Árnason 10 stig.
Stigaskora annarra leikmanna Íslands í leiknum: Ólafur Gunnlaugsson 9, Óli Gunnar Gestsson 6, Hugi Hallgrímsson 4, Ástþór Svalason 3, Hilmir Hallgrímsson 3, Sveinn Búi Birgisson 2 og Ólafur Styrmisson 1.
Þrjú efstu liðin á mótinu leika í A-deild næst þegar keppt verður á Evrópumótinu þannig að Ísland hefur tryggt sér þátttökurétt í A-deildinni.
Sigur á Finnum og A deild U20 EM á næsta ári í hópi 16 bestu þjóða Evrópu...geggjaður árangur sem á skilið athygli íslensku þjóðarinnar. Takk drengir og staff í kringum liðið...úrslitaleikur á morgun sunnudag við Serbíu um sigur í B deildinni #korfubolti #FIBAu20Europe pic.twitter.com/fFuRBzSZXa
— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) July 23, 2022