Ardian ósammála Samkeppniseftirlitinu í öllum efnisþáttum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2022 12:27 Það er tvísýnt hvort verði af sölu Símans á Mílu til Ardian. Vísir/Vilhelm Fjárfestingarsjóðurinn Ardian lýsir sig ósammála öllum efnisþáttum í frummati Samkeppniseftirlitsins á kaupum sjóðsins á Mílu frá Símanum. Í frummatinu segir að það sé hætta á að keppinautum í innviðastarfsemi fækki og að viðskiptavinir Símans geti orðið af verðlækkunum. Í október á síðasta ári var skrifað undir samning um kaup Ardian á Mílu en sá samningur var háður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur haft kaup fjárfestingarsjóðsins til rannsóknar frá 8. febrúar. Nú í síðustu viku greindi Ardian frá því að ekkert yrði af viðskiptunum þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins væru of íþyngjandi. Mat fyrirtækisins væri að forsendur kaupsamnings væru brostnar og því þyrfti að lækka kaupverðið. Ardian ósammála Samkeppniseftirlitinu að öllu leyti Í dag birti Samkeppniseftirlitið tilkynningu þar sem er greint frá andmælaskjali með ítarlegu frummati um samkeppnisleg áhrif sölunnar en þar er vakin athygli á þeim hættum sem geta fylgt sölunni. Í tilkynningunni má einnig sjá viðbrögð Ardian og Símans við frummatinu. Ardian áréttar að það sé í meginatriðum ósammála öllum helstu efnisþáttum í frummati Samkeppniseftirlitsins. Þá mótmælir sjóðurinn þeim forsendum sem fram koma í frummatinu sem lúta að því að samrunaskrá hafi ekki útlistað nein sjónarmið um hagræðingu vegna samrunans. Jafnframt segir Ardian að samrunaskráin og önnur gögn sem lögð hafa verið fyrir Samkeppniseftirlitið sýni fram á með „sannanlegum hætti að samruninn leiði til hagræðingar og hagkvæmni.“ Hætta á að viðskiptavinir Símans verði af verðlækkunum Í frummati Samkeppniseftirlitsins kemur fram að fyrirfram mætti gera ráð fyrir að slit á eignatengslum milli Símans og Mílu séu jákvæð í samkeppnislegu tilliti. Hins vegar er bent á að samrunaaðilar horfi fram hjá því að eignatengsl Símans og Mílu hafi frá árinu 2013 verið bundin ítarlegum skilyrðum sem ætlað sé að vinna gegn skaðlegum áhrifum eignatengslanna. Þá kemur fram í andmælaskjalinu að samningurinn verði ekki skilinn öðruvísi en svo að Síminn verði til langs tíma bundinn í viðskipti við Mílu og keppinautar Mílu yrðu að verulegu leyti útilokaðir frá viðskiptum við stærsta veitanda fjarskiptaþjónustu á landinu. Jafnframt telur eftirlitið að ákvæði samningsins um bindingu heildsöluverðs við vísitölu neysluverðs feli í sér „hættu á að Síminn, og þar með viðskiptavinir hans, verði af verðlækkunum vegna áframhaldandi tækniþróunar og samkeppnislegs aðhalds.“ Keppinautum í innviðastarfsemi fækki Einnig eru færð rök fyrir því í frummatinu að samruninn geti haft í för með sér aukna samhæfingu keppinauta við rekstur gagnaflutningskerfa og auki þannig hvata til samstilltra aðgerða. Það geti leitt til myndun innviðabandalaga sem geti „í sinni verstu mynd haft þau áhrif að öll innviðasamkeppni leggist af.“ Enn fremur eru leiddar að því líkur að markaðsráðandi staða Mílu styrkist á markaði fyrir sértæka gagnaflutningaþjónustu og að Míla muni hafa tækifæri til að takmarka aðgengi viðskiptavina og keppinauta á lægri sölustigum að mikilvægum aðföngum og viðskiptavinum. Í andmælaskjalinu segir að óbreyttu sé hætta á að keppinautum í innviðastarfsemi og heildsölu fækki verulega. Einnig liggi fyrir að samkeppni á þessu sviði hafi skapað neytendum og fyrirtækjum aðgang að öflugri innviðum og legið til grundvallar því að ný fjarskiptafyrirtæki hafa komist inn á markaðinn. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf. 18. júlí 2022 07:13 Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. 20. janúar 2022 14:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Í október á síðasta ári var skrifað undir samning um kaup Ardian á Mílu en sá samningur var háður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur haft kaup fjárfestingarsjóðsins til rannsóknar frá 8. febrúar. Nú í síðustu viku greindi Ardian frá því að ekkert yrði af viðskiptunum þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins væru of íþyngjandi. Mat fyrirtækisins væri að forsendur kaupsamnings væru brostnar og því þyrfti að lækka kaupverðið. Ardian ósammála Samkeppniseftirlitinu að öllu leyti Í dag birti Samkeppniseftirlitið tilkynningu þar sem er greint frá andmælaskjali með ítarlegu frummati um samkeppnisleg áhrif sölunnar en þar er vakin athygli á þeim hættum sem geta fylgt sölunni. Í tilkynningunni má einnig sjá viðbrögð Ardian og Símans við frummatinu. Ardian áréttar að það sé í meginatriðum ósammála öllum helstu efnisþáttum í frummati Samkeppniseftirlitsins. Þá mótmælir sjóðurinn þeim forsendum sem fram koma í frummatinu sem lúta að því að samrunaskrá hafi ekki útlistað nein sjónarmið um hagræðingu vegna samrunans. Jafnframt segir Ardian að samrunaskráin og önnur gögn sem lögð hafa verið fyrir Samkeppniseftirlitið sýni fram á með „sannanlegum hætti að samruninn leiði til hagræðingar og hagkvæmni.“ Hætta á að viðskiptavinir Símans verði af verðlækkunum Í frummati Samkeppniseftirlitsins kemur fram að fyrirfram mætti gera ráð fyrir að slit á eignatengslum milli Símans og Mílu séu jákvæð í samkeppnislegu tilliti. Hins vegar er bent á að samrunaaðilar horfi fram hjá því að eignatengsl Símans og Mílu hafi frá árinu 2013 verið bundin ítarlegum skilyrðum sem ætlað sé að vinna gegn skaðlegum áhrifum eignatengslanna. Þá kemur fram í andmælaskjalinu að samningurinn verði ekki skilinn öðruvísi en svo að Síminn verði til langs tíma bundinn í viðskipti við Mílu og keppinautar Mílu yrðu að verulegu leyti útilokaðir frá viðskiptum við stærsta veitanda fjarskiptaþjónustu á landinu. Jafnframt telur eftirlitið að ákvæði samningsins um bindingu heildsöluverðs við vísitölu neysluverðs feli í sér „hættu á að Síminn, og þar með viðskiptavinir hans, verði af verðlækkunum vegna áframhaldandi tækniþróunar og samkeppnislegs aðhalds.“ Keppinautum í innviðastarfsemi fækki Einnig eru færð rök fyrir því í frummatinu að samruninn geti haft í för með sér aukna samhæfingu keppinauta við rekstur gagnaflutningskerfa og auki þannig hvata til samstilltra aðgerða. Það geti leitt til myndun innviðabandalaga sem geti „í sinni verstu mynd haft þau áhrif að öll innviðasamkeppni leggist af.“ Enn fremur eru leiddar að því líkur að markaðsráðandi staða Mílu styrkist á markaði fyrir sértæka gagnaflutningaþjónustu og að Míla muni hafa tækifæri til að takmarka aðgengi viðskiptavina og keppinauta á lægri sölustigum að mikilvægum aðföngum og viðskiptavinum. Í andmælaskjalinu segir að óbreyttu sé hætta á að keppinautum í innviðastarfsemi og heildsölu fækki verulega. Einnig liggi fyrir að samkeppni á þessu sviði hafi skapað neytendum og fyrirtækjum aðgang að öflugri innviðum og legið til grundvallar því að ný fjarskiptafyrirtæki hafa komist inn á markaðinn.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf. 18. júlí 2022 07:13 Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. 20. janúar 2022 14:22 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32
Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf. 18. júlí 2022 07:13
Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. 20. janúar 2022 14:22