20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT! Jón Daníelsson skrifar 21. júlí 2022 17:00 Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir. Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld. Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs. Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski of gott til að vera satt, en það er ekki svo. Ríkissjóður Íslands leigir út ígildi 16-25 þúsund íbúða og leigjendurnir þurfa ekki einu sinni að borga fullt gjald fyrir þjónustu á borð við hita, rafmagn og þess háttar. Jú, jú, auðvitað er ég að tala um aflaheimildirnar. Ef ríkið ætti 20.000 íbúðir og leigði þær út fyrir 200.000 á mánuði hverja, myndi sú leiga skila 4 milljörðum á mánuði eða 48 milljörðum á ári. Og það er sennilega heldur vægt leigugjald fyrir aflaheimildirnar sem sjálfkrafa endurnýjast á hverju ári. Ólafur Arnarson fer ágætlega yfir meginþættina í fréttaskýringu og viðtölum í Fréttablaðinu. Þar kemur m.a. fram að svonefnd auðlindarenta (eðlileg kvótaleiga) sé á bilinu 40 til 60 milljarðar á ári. Það samsvarar 16 til 25 þúsund leiguíbúðum, sem margar hverjar eru nú til dags leigðar á miklu meira en 200 þúsund á mánuði. Á síðasta ári bættu útgerðarfyrirtækin við sig hreinni eign upp á 100 milljarða. Ef við höldum áfram að tala í íbúðum, samsvarar þetta því að úterðirnar hafi endurleigt hverja einustu íbúð á meira en 400.000 á mánuði. Útgerðin fær því nokkuð góðan díl. Það verður að segjast. Áður en þessir 100 milljarðar komu í hús var bæði búið að greiða venjulegan tekjuskatt (20%) af innkomunni og borga heila 4,8 milljarða í veiðigjöld. Yfirfært á íbúðirnar samsvara veiðigjöldin 20 þúsundum á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitu. En að vísu er mér sagt að þessir 4,8 milljarðar dugi ekki fyrir útlögðum kostnaði ríkissjóðs vegna þjónustu við sjávarútveginn. Útgerðin er sem sagt rekin með dálitlum styrk úr ríkissjóði. Sjálfum þætti mér bara nokkuð huggulegt að leigja 20.000 láglaunafjölskyldum íbúðir fyrir ekki neitt. En vera má að hæstvirtum ráðherrum þætti það sóun á verðmætum. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun