Hagnaður Landsbankans lækkar um fjóra milljarða milli ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 13:35 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi 2022 nam 2,3 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2021. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2022 4,1 prósent og er því langt undir 10 prósenta markmiði bankans. Ástæðu fyrir dvínandi arðsemi segir bankinn vera lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans. Íslenskir bankar Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans.
Íslenskir bankar Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira