Hagnaður Landsbankans lækkar um fjóra milljarða milli ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 13:35 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi 2022 nam 2,3 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2021. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2022 4,1 prósent og er því langt undir 10 prósenta markmiði bankans. Ástæðu fyrir dvínandi arðsemi segir bankinn vera lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans. Íslenskir bankar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans.
Íslenskir bankar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun