„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira