Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 14:02 Harry Kane er draumaframherji Bayern München. Han Myung-Gu/Getty Images Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira