Víkingsbanar í Litháen og þrjú af fjórum Íslendingaliðum byrja á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 11:01 Sænska liðið Malmö fer til Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Önnur umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun með sjö leikjum. Alls eru fjögur Íslendingalið sem verða í eldlínunni. Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira
Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira