Víkingsbanar í Litháen og þrjú af fjórum Íslendingaliðum byrja á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 11:01 Sænska liðið Malmö fer til Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Önnur umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun með sjö leikjum. Alls eru fjögur Íslendingalið sem verða í eldlínunni. Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira