Vill sjá borgarstjórn bregðast við: „Þeir losna ekkert við mig“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 21:32 Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Stöð 2 Ekkert aðgengi er fyrir fólk í hjólastól að Viðey þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur. Formaður MND félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“ Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55