Vill sjá borgarstjórn bregðast við: „Þeir losna ekkert við mig“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 21:32 Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Stöð 2 Ekkert aðgengi er fyrir fólk í hjólastól að Viðey þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur. Formaður MND félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“ Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi og áður gagnrýnt að borgin haldi og niðurgreiði viðburði sem eiga vera fyrir alla en eru í raun bara fyrir suma. Það á til að mynda við í Viðey og hefur hann nú sent borgarstjórn áskorun um úrbætur. „Þetta snýst um algjört metnaðarleysi borgarinnar í aðgengismálum að Viðey,“ segir Guðjón um málið. „Eiginlega síðan að ég settist í stólinn fyrir átján árum þá hefur mér sviðið að komast ekki allt eins og allir aðrir.“ Varðandi aðgengi við Skarfarbakka hafi borgin bent á Faxaflóhafnir sem hafi á móti bent á vandamál tengd flóði og gjöru og því ekkert breyst. Ýmislegt þurfi að laga til að gera hjólastólanotendum kleift að ferðast til Viðeyjar. Til að byrja með þarf að ganga niður brattan ramp og þegar niður er komið blasir annað vandamál við en þá þarf að fara upp tröppur til að komast um borð í ferjuna sjálfa. Guðjón bendir enn fremur á að ferjan hafi aldrei verið hugsuð sem slík og að nú þurfi að gera þetta almennilega. Ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla við ferjuna. Þá vísar hann til þess að annars staðar sé ekki sama vandamál og bindur nú vonir við að ný borgarstjórn geti leyst vandann. „Þeir ætla að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðra þannig að þetta hlýtur að koma inn í það,“ segir Guðjón. Mikil vinna hafi farið í að bæta aðgengismál, ekki síst í Reykjavík, en mikið sé þó eftir. „Þetta kemur smám saman en hér hreyfist ekkert,“ segir Guðjón um Viðey, en lofar því þó að halda áfram baráttu sinni sama hvað þarf. „Þeir losna ekkert við mig.“
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Viðey Tengdar fréttir Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16. júlí 2022 18:55