Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2022 11:49 Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði. Vísir/Skjáskot Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira