Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 12:47 Elíza Newman segir tónlistarmannavalið á Rokk í Reykjavík lýsa gamaldags hugsunarhætti. Aðsent/samsett Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Elíza Geirsdóttir Newman, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún gagnrýndi Franz Gunnarsson, skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík, fyrir að lýsa því yfir að hljómsveitirnar Mammút og Kolrassa krókríðandi væru hættar. Þurfi að gefa konum tækifæri ef breyta eigi stemmingunni Hún segir í færslunni að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza segir Kolrössu krókríðandi hvergi nærri hætta, hljómsveitin hafi komið fram reglulega á undanförnum árum og fagni þrjátíu ára afmæli í ár sem eigi að halda upp á.Aðsent Hún bendir þá á að Kolrassa krókríðandi hafi komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár, þar á meðal á hátíðum á borð við Eistnaflug og Aldrei fór ég suður, í Hörpu og á fleiri tónleikum. Þá hafi þau komið fram á ótal mörgum stórum rokkhátíðum um allan heim þegar hljómsveitin starfaði erlendis, til dæmis á Leeds-hátíðinni á Englandi. Þá segir Elíza að „ef það á að breyta svona einstefnu karlastemmingu í rokkinu þá þarf að gefa þeim konum sem eru að spila, bæði minni og stærri böndum pláss til þess að vera með.“ Undir lok færslunnar segir hún að skipuleggjendur Rokks í Reykjavík hafi ekki talað við hljómsveitina né við Dúkkulísurnar eða Mammút sem væru allt starfandi hljómsveitir. Meinti ekki starfandi „í dag“ Franz Gunnarsson svarar færslu Elízu á Facebook. Í ummælunum segir hann að það hafi ekki verið haft eftir sér og búið væri að biðja blaðamann um leiðréttingu. Í skeyti sem Franz sendi á blaðamann í eftirmiðdaginn í gær sagðist hann vilja koma leiðréttingu á framfæri sem væri að „þar sem ég segi að hljómsveitirnar séu ekki starfandi (Mammút, Kolrassa o.s.frv.) þá var ég að meina í dag. Þessar sveitir eru í dvala en ekki hættar.“ Hann skrifar önnur ummæli undir færsluna þar sem hann segir „Að sjálfsögðu eruð hvorki þið né Mammút hætt þó svo lítið fari fyrir framkomu undanfarið. Vonandi breytist það þó sem fyrst.“ „Þetta er svolítið gamaldags“ Blaðamaður hafði samband við Elízu til að spyrja hana út í færsluna og þá sagðist hún hafa fundið sig knúna til að svara yfirlýsingum um að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi. Meðal þeirra hljómsveita sem Franz nefndi að væru ekki starfandi í dag væru Mammút en Elíza segir hana einmitt hafa verið mjög virka undanfarin ár.Aðsent Hún sagðist hafa séð ummæli Franz en sagði rök hans „falla um sjálf sig. Hvað með Ensími, Brain Police og Dr. Spock? Þetta eru allt hljómsveitir sem koma saman og fara í pásur, alveg eins og Kolrassa. Mammút hefur líka verið frekar virk hljómsveit yfirhöfuð síðastliðinn tíu ár.“ „Það eru auðvitað búnar að vera samkomutakmarkanir í tvö ár þannig að það er ekki búið að vera mikið tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ bætti hún við. Elíza segist ekki hafa neinn áhuga á rifrildum og að gagnrýnin sé ekki persónuleg. Þessi kynjahalli væri hins vegar ekki réttur og umræðan um það væri ekki málefnaleg. Hún segir að í dag eigi fleiri en bara karlar að taka þátt í viðburðum sem þessum. „Þetta er svolítið gamaldags,“ segir hún um skipulagið. Fólk þurfi að vinna heimavinnuna sína „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991,“ segir Elíza um stöðuna í rokkinu og samfélaginu. Í ljósi samfélagsbreytinga undanfarin ár segir Elíza að núna sé ekki lengur hægt að komast upp með svona bull af því fólk muni segja eitthvað. „Konur hafi í gegnum tíðina verið teknar meira fyrir fyrir að segja hlutina en núna fær maður meðbyr og er ekki bara settur út í horn. Það er breytt,“ segir hún. Elíza segir að í dag komist fólk ekki lengur upp með svona gamaldags hugsunarhátt eins og birtist í valinu fyrir Rokk í Reykjavík.Aðsent Elíza segist ekkert hafa á móti Franz né tónleikunum. Hún vilji bara að rétt sé rétt og að fólk vinni heimavinnu sína, heyri í hljómsveitum áður en það sé ákveðið að þær séu ekki starfandi. „Þetta er ekkert persónulegt en þetta er ekki eins og þetta ætti að vera í dag,“ segir Elíza. Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Elíza Geirsdóttir Newman, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún gagnrýndi Franz Gunnarsson, skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík, fyrir að lýsa því yfir að hljómsveitirnar Mammút og Kolrassa krókríðandi væru hættar. Þurfi að gefa konum tækifæri ef breyta eigi stemmingunni Hún segir í færslunni að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza segir Kolrössu krókríðandi hvergi nærri hætta, hljómsveitin hafi komið fram reglulega á undanförnum árum og fagni þrjátíu ára afmæli í ár sem eigi að halda upp á.Aðsent Hún bendir þá á að Kolrassa krókríðandi hafi komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár, þar á meðal á hátíðum á borð við Eistnaflug og Aldrei fór ég suður, í Hörpu og á fleiri tónleikum. Þá hafi þau komið fram á ótal mörgum stórum rokkhátíðum um allan heim þegar hljómsveitin starfaði erlendis, til dæmis á Leeds-hátíðinni á Englandi. Þá segir Elíza að „ef það á að breyta svona einstefnu karlastemmingu í rokkinu þá þarf að gefa þeim konum sem eru að spila, bæði minni og stærri böndum pláss til þess að vera með.“ Undir lok færslunnar segir hún að skipuleggjendur Rokks í Reykjavík hafi ekki talað við hljómsveitina né við Dúkkulísurnar eða Mammút sem væru allt starfandi hljómsveitir. Meinti ekki starfandi „í dag“ Franz Gunnarsson svarar færslu Elízu á Facebook. Í ummælunum segir hann að það hafi ekki verið haft eftir sér og búið væri að biðja blaðamann um leiðréttingu. Í skeyti sem Franz sendi á blaðamann í eftirmiðdaginn í gær sagðist hann vilja koma leiðréttingu á framfæri sem væri að „þar sem ég segi að hljómsveitirnar séu ekki starfandi (Mammút, Kolrassa o.s.frv.) þá var ég að meina í dag. Þessar sveitir eru í dvala en ekki hættar.“ Hann skrifar önnur ummæli undir færsluna þar sem hann segir „Að sjálfsögðu eruð hvorki þið né Mammút hætt þó svo lítið fari fyrir framkomu undanfarið. Vonandi breytist það þó sem fyrst.“ „Þetta er svolítið gamaldags“ Blaðamaður hafði samband við Elízu til að spyrja hana út í færsluna og þá sagðist hún hafa fundið sig knúna til að svara yfirlýsingum um að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi. Meðal þeirra hljómsveita sem Franz nefndi að væru ekki starfandi í dag væru Mammút en Elíza segir hana einmitt hafa verið mjög virka undanfarin ár.Aðsent Hún sagðist hafa séð ummæli Franz en sagði rök hans „falla um sjálf sig. Hvað með Ensími, Brain Police og Dr. Spock? Þetta eru allt hljómsveitir sem koma saman og fara í pásur, alveg eins og Kolrassa. Mammút hefur líka verið frekar virk hljómsveit yfirhöfuð síðastliðinn tíu ár.“ „Það eru auðvitað búnar að vera samkomutakmarkanir í tvö ár þannig að það er ekki búið að vera mikið tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ bætti hún við. Elíza segist ekki hafa neinn áhuga á rifrildum og að gagnrýnin sé ekki persónuleg. Þessi kynjahalli væri hins vegar ekki réttur og umræðan um það væri ekki málefnaleg. Hún segir að í dag eigi fleiri en bara karlar að taka þátt í viðburðum sem þessum. „Þetta er svolítið gamaldags,“ segir hún um skipulagið. Fólk þurfi að vinna heimavinnuna sína „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991,“ segir Elíza um stöðuna í rokkinu og samfélaginu. Í ljósi samfélagsbreytinga undanfarin ár segir Elíza að núna sé ekki lengur hægt að komast upp með svona bull af því fólk muni segja eitthvað. „Konur hafi í gegnum tíðina verið teknar meira fyrir fyrir að segja hlutina en núna fær maður meðbyr og er ekki bara settur út í horn. Það er breytt,“ segir hún. Elíza segir að í dag komist fólk ekki lengur upp með svona gamaldags hugsunarhátt eins og birtist í valinu fyrir Rokk í Reykjavík.Aðsent Elíza segist ekkert hafa á móti Franz né tónleikunum. Hún vilji bara að rétt sé rétt og að fólk vinni heimavinnu sína, heyri í hljómsveitum áður en það sé ákveðið að þær séu ekki starfandi. „Þetta er ekkert persónulegt en þetta er ekki eins og þetta ætti að vera í dag,“ segir Elíza.
Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?