Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 07:01 Fulltrúar meirihlutans í Hveragerði er skrifað var undir samstarfssáttmála. Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira