Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2022 19:25 Sigurlína og Guðjón, nýr varaformaður og formaður stjórnar Festar. Vísir/Bjarni Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“ Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“
Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39