Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 12:16 óundirbúnað fyrirspurnir á Alþingi vegna sölunnar á Íslandsbanka Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór.
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels