Nýju stjórnarmennirnir eru Magnús Júlíusson, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir, fjárfestir og fyrrverandi stjórnandi í tölvuleikjaframleiðslu hjá EA Sports og Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar.
Boðað var til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá var kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar.
Tilnefningarnefnd félagsins tilnefndi níu manns, þar af alla sitjandi stjórnarmenn. Þá voru fimm aðrir sem buðu sig fram til stjórnarsetu. Fáheyrt er að svo margir sækist eftir sæti í stjórn félags í kauphöllinni hér á landi.
Innherji fjallaði ítarlega um stjórnarkjörið í fyrradag: