Utah Jazz tilbúið að hlusta á tilboð í Donovan Mitchell Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 08:31 Donovan Mitchell gæti verið á förum frá Utah. Alex Goodlett/Getty Images Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal. Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira