Klukkan rúmlega níu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 3,3 að stærð norðaustur af Reykjanestá og annar skjálfti sem mældist 3,4 varð um klukkan hálf níu. Sá seinni fannst í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á vef Rúv.
Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Rúv að þessi hrina sé ekkert nýtt en vel sé fylgst með svæðinu.