Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 14:31 Uber hélt áfram starfsemi víða í Evrópu jafnvel þótt þjónusta fyrirtækisins hefði verið sögð ekki samrýmast lögum. Til átaka kom í París og víðar. epa/Ian Langsdon Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag. Leigubílar Frakkland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem lekið var til Guardian. Samkvæmt umfjöllun Washington Post, sem er meðal 40 miðla sem hafa unnið fréttir upp úr gögnunum, var Uber metið á 50 miljarða Bandaríkjadala árið 2016, þegar fyrirtækið horfði til þess að komast á markaði í Asíu, Afríku og Indlandi. Þá höfðu þegar um 80 ökumenn Uber orðið fyrir árásum í Evrópu árið 2015 og fjöldi bifreiða verið eyðilagður, í átökum við aðra leigubílstjóra sem óttuðust að missa lifibrauð sitt. Þegar efnt var til mótmæla gegn fyrirtækinu í París, var starfsemin flutt í ómerkt húsnæði og starfsmönnum sagt að klæðast ekki merktum fatnaði á almannafæri. Þáverandi forstjóri fyrirtækisins, Travis Kalanick, einn stofnenda Uber, vildi hins vegar fá ökumenn og viðskiptavini til að taka þátt í gagn-mótmælum og talaði um „borgaralega óhlýðni“, „15.000 ökumenn“ og „50.000 farþega“ í skilaboðum. Þegar aðrir yfirmenn viðruðu áhyggjur af öryggi viðstaddra sagði Kalanick að ef hópurinn yrði nógu stór ættu ökumennirnir að vera öruggir. Ef til átaka kæmi, gæti Uber hagnast á því. „Ég held það sé þess virði,“ sagði Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Vörðu 90 milljónum dala í „stefnumótun og samskiptamál“ Uber var mjög fljótt að stækka á heimsvísu, þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi í mörgum löndum en gögnin sem fjölmiðlar hafa undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu ekki miklar áhyggjur af því þótt þeir vissu að þeir væru að brjóta lög. Þegar ökumenn voru beittir ofbeldi gripu talsmenn Uber stundum til þess ráðs að fá fjölmiðlum upplýsingar um atvikin til að ýta undir óvild í garð samkeppnisaðila og þá var ofbeldið notað til að tryggja stjórnendum fundi með ráðamönnum til að þrýsta á breytingar á löggjöfinni á viðkomandi svæði. Í París, degi eftir skipulögð gagn-mótmæli, þurfti lögregla að grípa inn í þegar til átaka kom á milli leigubílstjóra og ökumanna Uber. Þess ber að geta að ökumennirnir eru sjaldnast beinlínis starfsmenn Uber og oftar en ekki á afar lélegum kjörum. Þannig var því hins vegar ekki farið þegar Uber hóf fyrst inneið á nýja markaði, þar sem fyrirtækið notaði hyldjúpar kistur sínar til að niðurgreiða þjónustuna og grafa þannig undan samkeppni og löggjöf. Ökumönnum var þá greitt ákveðið álag sem var langt umfram hefðbundið kaup, á sama tíma og þjónustan var nærri því ókeypis. Samkvæmt Washington Post nam það fjármagn sem varið var til „stefnumótunar og samskiptamála“ um 90 milljónum Bandaríkjadala árið 2016. Kalanick var látinn fjúka árið 2017, meðal annars vegna þrýstings frá fjárfestum. Talsmenn fyrirtækisins segja aðferðir hans tíma ekki viðgangast í dag.
Leigubílar Frakkland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira