Rooney mættur aftur til Bandaríkjanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 13:00 Wayne Rooney stýrði Derby County síðasta vetur. Nú er hann á leiðinni til Bandaríkjanna á nýjan leik. Mick Walker/Getty Images Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari. Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira
Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Sjá meira
Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30
Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01