Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 12:25 Tótla er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún segir bakslag hafa orðið í baráttunni við fordóma í garð hinsegin fólks. Samsett Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla. Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla.
Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00