Innlent

Ungt heima­fólk lenti í um­ferðar­slysinu

Árni Sæberg skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð út vegna líkamsárásar í Kópavogi í gærkvöldi.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð út vegna líkamsárásar í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu.

Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.

Oddur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að um hafi verið að ræða unga heimamenn.

Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×