Hótaði að myrða mann með smjörhníf Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 15:27 Líflátshótunin var höfð uppi í matsal ótilgreinds gistiskýlis. Þetta gistiskýli er á Lindargötu í Reykjavík. Stöð 2/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira