Annar hver fangi með ADHD Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 11:58 Leiða má að því líkur að um helmingur fanga á Litla-Hrauni á Eyrarbakka glími við ADHD. Vísir/Vilhelm Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér. Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér.
Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira