Samkeppniseftirlitið hnýtir í Hörpu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 13:03 Harpan er markaðsráðandi hér á landi að mati Samkeppniseftirlitsins enda enginn annar tónleikastaður sem býður upp á sambærilega aðstöðu. vísir/vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur beint tilmælum til Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, um að jafna stöðu fyrirtækja og tónleikahaldara sem eiga viðskipti við húsið. Helstu tilmælin felast í því að Harpa ætti að leyfa tónleikahöldurum að koma með eiginn búnað, hljóðkerfi og fleira, til að nota við tónleikahald í húsinu. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að því hafi borist nokkuð af kvörtunum vegna þessa máls. Það hefur nú beint því til Hörpu að falla frá því að gera það að skilyrði fyrir tónleikahaldi í húsinu að allur búnaður sé leigður í gegn um Hörpu. Þá eigi tónleikahúsið að tryggja það að gjaldtaka í kring um uppsetningu búnaðar verði ekki hærri en sem nemur þeim kostnaði sem hlýst af verkinu fyrir Hörpu. Einnig gagnrýnir Samkeppniseftirlitið að Harpa hafi átt meiri hluta viðskipta sinna við kaup á hljóðkerfum og ljósakerfum við eitt fyrirtæki. Tónleikahúsið hafi ekki sýnt fram á að það hafi í starfsemi sinni greitt fyrir viðskiptum við önnur fyrirtæki sem starfa á sama markaði, við að leigja út eða selja hljóð- og ljósakerfi. Í tilkynningunni segir að aðstaða Hörpu eigi sér engar hliðstæður á Íslandi og því sé Harpa markaðsráðandi á þessu sviði. „Þessi staða, ásamt með eignarhaldi opinberra aðila, leggur Hörpu ríkar skyldur á herðar að raska ekki samkeppni á tengdum samkeppnismörkuðum þar sem önnur minni fyrirtæki keppa meðal annars við að bjóða tónleikahöldurum upp á hljóð- og lýsingarbúnað og ýmsa tengda þjónustu. Mikilvægt er að félagið meti stöðu sína reglulega og starfi innan þeirra marka sem samkeppnislög setja markaðsráðandi fyrirtækjum og félögum í opinberum rekstri,“ segir í tilkynningunni. Samkeppnismál Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að því hafi borist nokkuð af kvörtunum vegna þessa máls. Það hefur nú beint því til Hörpu að falla frá því að gera það að skilyrði fyrir tónleikahaldi í húsinu að allur búnaður sé leigður í gegn um Hörpu. Þá eigi tónleikahúsið að tryggja það að gjaldtaka í kring um uppsetningu búnaðar verði ekki hærri en sem nemur þeim kostnaði sem hlýst af verkinu fyrir Hörpu. Einnig gagnrýnir Samkeppniseftirlitið að Harpa hafi átt meiri hluta viðskipta sinna við kaup á hljóðkerfum og ljósakerfum við eitt fyrirtæki. Tónleikahúsið hafi ekki sýnt fram á að það hafi í starfsemi sinni greitt fyrir viðskiptum við önnur fyrirtæki sem starfa á sama markaði, við að leigja út eða selja hljóð- og ljósakerfi. Í tilkynningunni segir að aðstaða Hörpu eigi sér engar hliðstæður á Íslandi og því sé Harpa markaðsráðandi á þessu sviði. „Þessi staða, ásamt með eignarhaldi opinberra aðila, leggur Hörpu ríkar skyldur á herðar að raska ekki samkeppni á tengdum samkeppnismörkuðum þar sem önnur minni fyrirtæki keppa meðal annars við að bjóða tónleikahöldurum upp á hljóð- og lýsingarbúnað og ýmsa tengda þjónustu. Mikilvægt er að félagið meti stöðu sína reglulega og starfi innan þeirra marka sem samkeppnislög setja markaðsráðandi fyrirtækjum og félögum í opinberum rekstri,“ segir í tilkynningunni.
Samkeppnismál Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent