Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 09:31 Þykk og flott bleikja af Kaldárhöfða Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni og veiðin þar undanfarið hefur bara verið prýðileg. Veiðin í Þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur að sögn kunnugra verið arfaslök í sumar og fáir sem eru að fá fisk en önnur svæði við vatnið hafa á sama tíma verið að gefa fína veiði. Eitt af þeim svæðum er Kaldárhöfði. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri. Um er að ræða mjög fjölbreytt svæði sem bæði býður upp á urriða- og bleikjuveiði. Bleikja úr Kaldárhöfða Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni. Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu. Þarna hafa undanfarið verið að veiðast mjög vænar bleikjur en mest hefur það verið sílableikja. Í þjóðgarðinum er þetta mest kuðungableikja sem hefur verið að veiðast og þar liggur kannski ástæðan. Sílableikjan er líklega að dafna betur í vatninu en kuðungableikjan hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því en veiðimenn hafa lengi verið að kalla eftir ítarlegri rannsóknum á bleikjustofninum í vatninu til að komast að því hvað veldur þeirri hnignun sem er ansi greinileg á kuðungableikjunni. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði
Veiðin í Þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur að sögn kunnugra verið arfaslök í sumar og fáir sem eru að fá fisk en önnur svæði við vatnið hafa á sama tíma verið að gefa fína veiði. Eitt af þeim svæðum er Kaldárhöfði. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri. Um er að ræða mjög fjölbreytt svæði sem bæði býður upp á urriða- og bleikjuveiði. Bleikja úr Kaldárhöfða Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni. Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu. Þarna hafa undanfarið verið að veiðast mjög vænar bleikjur en mest hefur það verið sílableikja. Í þjóðgarðinum er þetta mest kuðungableikja sem hefur verið að veiðast og þar liggur kannski ástæðan. Sílableikjan er líklega að dafna betur í vatninu en kuðungableikjan hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því en veiðimenn hafa lengi verið að kalla eftir ítarlegri rannsóknum á bleikjustofninum í vatninu til að komast að því hvað veldur þeirri hnignun sem er ansi greinileg á kuðungableikjunni.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði