Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2023 08:45 Jón Jónsson með glæsilega hausthrygnu úr Norðurá Haustið kom sterkt inn í Norðurá og Hofsá en báðar árnar eru núna komnar yfir 1.000 laxa og það er ólíklegt að það bætist í þann hóp. Eftir afar erfiða þurrkatíð á vesturlandi þar sem Norðurá komst niður í lægsta vatn síðan 2019 þá var hún fljót upp þegar það fór loksins að rigna. Hollið sem kallar sig Haustmenn tóku við ánni í gífurlegu vatni sem var sjatnandi en það eru líklega draumaaðstæðru veiðimanna á haustinn. Hollinu gekk mjög vel og veiðitölurnar skiluðu Norðurá yfir 1.000 laxa múrinn. Hofsá er í næsta sæti á listanum en veiði er ekki lokið þar svo hún gæti vel komist yfir Norðurá þegar allar tölur verða gerðar upp í lok sumars. Heildartalan í Hofsá er 1.009 laxar. Fyrstu lokatölurnar eru líka að berast og nú er komin lokatala í Haffjarðará en hún kláraði sumarið í 905 löxum sem er fín veiði. Veiði heldur áfram í sjálfbæru ánum fram í síðustu vikuna í september en eftir það er aðeins veitt í hafbeitaránum. Stangveiði Mest lesið Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Eftir afar erfiða þurrkatíð á vesturlandi þar sem Norðurá komst niður í lægsta vatn síðan 2019 þá var hún fljót upp þegar það fór loksins að rigna. Hollið sem kallar sig Haustmenn tóku við ánni í gífurlegu vatni sem var sjatnandi en það eru líklega draumaaðstæðru veiðimanna á haustinn. Hollinu gekk mjög vel og veiðitölurnar skiluðu Norðurá yfir 1.000 laxa múrinn. Hofsá er í næsta sæti á listanum en veiði er ekki lokið þar svo hún gæti vel komist yfir Norðurá þegar allar tölur verða gerðar upp í lok sumars. Heildartalan í Hofsá er 1.009 laxar. Fyrstu lokatölurnar eru líka að berast og nú er komin lokatala í Haffjarðará en hún kláraði sumarið í 905 löxum sem er fín veiði. Veiði heldur áfram í sjálfbæru ánum fram í síðustu vikuna í september en eftir það er aðeins veitt í hafbeitaránum.
Stangveiði Mest lesið Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði