„Við verðum að gera betur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 20:01 Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira