Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júlí 2022 16:30 Hikaru Nakamura hefur streymt skákum við miklar vinsældir síðustu ár. Miguel Pereira/Getty Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum. Skák Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum.
Skák Bandaríkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira