Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júlí 2022 16:30 Hikaru Nakamura hefur streymt skákum við miklar vinsældir síðustu ár. Miguel Pereira/Getty Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum. Skák Bandaríkin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum.
Skák Bandaríkin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira