Mættu ekki til leiks á N1 mótinu: „Hlutir sem eiga ekkert skylt við fótbolta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 21:43 N1 mótið gekk ekki áfallalaust fyrir sig. troll.is Eitt af liðum Þróttar á N1 mótinu á Akureyri mætti ekki til síðasta leiks liðsins gegn liði FH þar sem keppa átti um 5. sætið. Þróttarar segja ábyrgðaraðila hafa brugðist þegar leikir FH liðsins fóru úr böndunum en yfirmaður knattspyrnumála hjá FH er óánægður með hvernig leyst var úr málinu. N1 mótinu á Akureyri lauk í dag og hafði staðið yfir frá miðvikudeginum 29. júní. Um 2000 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu sem er það 36. í röðinni. Um er að ræða hápunkt sumarsins hjá ungum knattspyrnuiðkendum en ekki virðist allt hafa gengið áfallalaust fyrir sig á mótinu. Á samfélagsmiðlum eru foreldrar sagðir hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum á mótinu og einhverjir kalla eftir foreldrabanni. „Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín?“ skrifar Styrmir Sigurðsson á Twitter og deilir um leið myndbandi frá síðasta leik FH sem keppti við foreldra leikmanna sem hlupu í skarð Þróttaraliðsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 „Ekkert skylt við fótbolta“ Þórður Einarsson, þjálfari 5. flokks karla hjá Þrótti segir í samtali við Vísi að Þróttur hafi tekið ákvörðun um að senda lið sitt ekki til leiks gegn FH eftir að hafa keppt á móti sama liði í riðlakeppni mótsins. „Maður vill ekki kasta neinum börnum undir rútuna en við völdum í raun að spila ekki við lið sem virtist eiga mjög erfitt með að stjórna skapi sínu og að okkar mati var það ekki tekið nógu föstum tökum af mótshöldurum og þjálfurum. Við erum ekki að tala um tuddaskap heldur bara hluti sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Hann segir viðbrögð mótshaldara, eftir ákvörðunina um að keppa ekki, vera vísbendingu um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Mótshöldurum hafi fundist það til skammar að Þróttur hafi ekki mætt til leiks. „Á samfélagsmiðlum er þetta portray-að eins og þetta sé einhver angi af aumingjavæðingu. Aumingjavæðingin felst í því að vera meðvirkur með svona hegðun og framkomu.“ Yfirlýsing barst frá Þrótti í kvöld þar sem segir að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að „taka þátt í leik sem snerist um eitthvað allt annað en fótbolta“ Ekki rétt mæta ekki til leiks Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann segir að á endanum séu það iðkendur sem líði fyrir svona ákvarðanir og það sé aldrei rétt leið. Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Bára Dröfn Kristinsdóttir „Það er alveg hárrétt í þessu tiltekna atviki þá náðu menn ekki að hemja skap sitt en maður þarf líka að taka mið af því að þetta eru ellefu til tólf ára strákar sem gera mistök og ná ekki alltaf stjórn á skapi sínu. En það er klárlega eitthvað sem við verðum sem félag að hugsa út í, hvernig við getum hjálpað þessum strákum að ná jafnvægi og hvernig eigi að höndla erfiðar aðstæður.“ Hann segist aldrei myndu mæla með því að mæta ekki til leiks þótt óánægja ríki með það hvernig andstæðingurinn spili. Leita ætti annarra leiða til að leysa slík vandamál. Foreldar til skammar Þeir þjálfarar sem Vísir ræddi við segja foreldra á mótinu oft ekki til fyrirmyndar og viðvera þeirra geti haft áhrif á spennustigið inni á vellinum. Mikil viðbrigði séu fyrir drengi, sem spili alla jafnan fyrir um tíu manns á íslandsmóti að spila fyrir tvö til þrjú hundruð manns þar sem flest allir séu gargandi. Sumir foreldrar eigi það til að missa sig og þróunin hafi verið í þá átt, síðustu ár, að meiri ofsi hafi færst í leikinn á mótinu. Á samfélagsmiðlum hafa þó nokkrir lýst sorglegum ummælum foreldra og furða sig á hegðun þeirra á mótinu. „Við erum ekki að fara raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur,“ segir Fjóla Guðjóns að einn faðirinn hafi sagt. “Við erum ekki að fara að raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur” - pabbi á N1 mótinu 2022 🤯😢— Fjola (@fjolagudjons) June 30, 2022 Birkir Örn Pétursson segir einnig frá öðrum ósæmilegum ummælum á Twitter: „Til móðurinnar sem kallaði "tussa“ á einu stúlkuna sem spilaði í drengjaliði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.“ Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna sem spilaði í drengja liði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) July 1, 2022 Styrmir Sigurðsson kallar eftir því að foreldrar verði bannaðir á mótunum og vísar í sömu sögu. Móðir að kalla stelpu í liði andstæðinga "Tussu" og fleira skemmtilegt sem maður hefur séð af N1 mótinu um helgina hér á Twitter. Hættið að lifa brostna drauma um atvinnumennsku í gegnum börnin ykkar og leyfið þeim að eiga sviðið!— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Akureyri Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
N1 mótinu á Akureyri lauk í dag og hafði staðið yfir frá miðvikudeginum 29. júní. Um 2000 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu sem er það 36. í röðinni. Um er að ræða hápunkt sumarsins hjá ungum knattspyrnuiðkendum en ekki virðist allt hafa gengið áfallalaust fyrir sig á mótinu. Á samfélagsmiðlum eru foreldrar sagðir hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum á mótinu og einhverjir kalla eftir foreldrabanni. „Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín?“ skrifar Styrmir Sigurðsson á Twitter og deilir um leið myndbandi frá síðasta leik FH sem keppti við foreldra leikmanna sem hlupu í skarð Þróttaraliðsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 „Ekkert skylt við fótbolta“ Þórður Einarsson, þjálfari 5. flokks karla hjá Þrótti segir í samtali við Vísi að Þróttur hafi tekið ákvörðun um að senda lið sitt ekki til leiks gegn FH eftir að hafa keppt á móti sama liði í riðlakeppni mótsins. „Maður vill ekki kasta neinum börnum undir rútuna en við völdum í raun að spila ekki við lið sem virtist eiga mjög erfitt með að stjórna skapi sínu og að okkar mati var það ekki tekið nógu föstum tökum af mótshöldurum og þjálfurum. Við erum ekki að tala um tuddaskap heldur bara hluti sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Hann segir viðbrögð mótshaldara, eftir ákvörðunina um að keppa ekki, vera vísbendingu um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Mótshöldurum hafi fundist það til skammar að Þróttur hafi ekki mætt til leiks. „Á samfélagsmiðlum er þetta portray-að eins og þetta sé einhver angi af aumingjavæðingu. Aumingjavæðingin felst í því að vera meðvirkur með svona hegðun og framkomu.“ Yfirlýsing barst frá Þrótti í kvöld þar sem segir að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að „taka þátt í leik sem snerist um eitthvað allt annað en fótbolta“ Ekki rétt mæta ekki til leiks Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann segir að á endanum séu það iðkendur sem líði fyrir svona ákvarðanir og það sé aldrei rétt leið. Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Bára Dröfn Kristinsdóttir „Það er alveg hárrétt í þessu tiltekna atviki þá náðu menn ekki að hemja skap sitt en maður þarf líka að taka mið af því að þetta eru ellefu til tólf ára strákar sem gera mistök og ná ekki alltaf stjórn á skapi sínu. En það er klárlega eitthvað sem við verðum sem félag að hugsa út í, hvernig við getum hjálpað þessum strákum að ná jafnvægi og hvernig eigi að höndla erfiðar aðstæður.“ Hann segist aldrei myndu mæla með því að mæta ekki til leiks þótt óánægja ríki með það hvernig andstæðingurinn spili. Leita ætti annarra leiða til að leysa slík vandamál. Foreldar til skammar Þeir þjálfarar sem Vísir ræddi við segja foreldra á mótinu oft ekki til fyrirmyndar og viðvera þeirra geti haft áhrif á spennustigið inni á vellinum. Mikil viðbrigði séu fyrir drengi, sem spili alla jafnan fyrir um tíu manns á íslandsmóti að spila fyrir tvö til þrjú hundruð manns þar sem flest allir séu gargandi. Sumir foreldrar eigi það til að missa sig og þróunin hafi verið í þá átt, síðustu ár, að meiri ofsi hafi færst í leikinn á mótinu. Á samfélagsmiðlum hafa þó nokkrir lýst sorglegum ummælum foreldra og furða sig á hegðun þeirra á mótinu. „Við erum ekki að fara raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur,“ segir Fjóla Guðjóns að einn faðirinn hafi sagt. “Við erum ekki að fara að raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur” - pabbi á N1 mótinu 2022 🤯😢— Fjola (@fjolagudjons) June 30, 2022 Birkir Örn Pétursson segir einnig frá öðrum ósæmilegum ummælum á Twitter: „Til móðurinnar sem kallaði "tussa“ á einu stúlkuna sem spilaði í drengjaliði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.“ Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna sem spilaði í drengja liði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) July 1, 2022 Styrmir Sigurðsson kallar eftir því að foreldrar verði bannaðir á mótunum og vísar í sömu sögu. Móðir að kalla stelpu í liði andstæðinga "Tussu" og fleira skemmtilegt sem maður hefur séð af N1 mótinu um helgina hér á Twitter. Hættið að lifa brostna drauma um atvinnumennsku í gegnum börnin ykkar og leyfið þeim að eiga sviðið!— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022
Akureyri Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira