„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ 1. júlí 2022 23:16 Elvar Már barðist um hvern bolta í kvöld ... Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum