Hugleiðing um hold Jóna Torfadóttir skrifar 2. júlí 2022 08:01 Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun