Sjö ráðin til indó Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2022 15:54 Sara, Stefanía, Einar, Valgerður, Hermann, Lilja og Hjördís. Aðsend Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“ Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“
Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent