Steinkast stútar sumrinu Hendrik Berndsen skrifar 30. júní 2022 07:01 Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun