Aðeins um dagdrykkju gamalmenna - af hverju eru þau að drekka? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. júní 2022 11:00 Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldri borgarar Áfengi og tóbak Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar