„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. júní 2022 22:30 María Rut Kristinsdóttir (t.v) og Ingileif Friðriksdóttir eru meðal þeirra sem skipuleggja fundinn. stöð 2 Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17. Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Tveir einstaklingar létu lífið í skotárás á hinsegin barnum London Pub í Osló í Noregi um helgina. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur og hefur maðurinn verið bendlaður við einn alræmdasta íslamska öfgamann Noregs. Því verður blásið til samstöðufundar á Austurvell í fimmtudaginn. „Maður sat svolítið eftir á laugardaginn með sorg í hjarta og fann fyrir varnarleysi. Hinsegin samfélagið á Íslandi er mjög sterkt og opið og við þurfum að sýna þennan samtaka mátt núna með því að koma saman á Austurvelli og sýna samstöðu. Bæði minnast þeirra sem létust í þessari hryllilegu árás og ekki síst senda styrk til þeirra sem særðust. Við verðum að sýna alvöru samstöðu vegna þess að við megum ekki láta hatrið sigra, við þurfum að láta kærleikann vera ofan á,“ segir María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans og einn skipuleggjanda fundarins. María sjálf verður með ræðu á fundinum ásamt Ingileif Friðriksdóttur og Örnu Magneu Danks. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson setja tóninn og taka lag. „Við viljum krefjast þess að hinsegin fræðsla verði aukin á öllum stigum samfélagsins. Við erum að krefjast þess að sveitarstjórnir, borgarstjórn og Alþingi taki þessi mál föstum tökum og auki fjárútlát til þessa málaflokks. Til þess að uppræta fordóma verðum við að fræða, það er svona grunnstefið í þessu öllu saman. Svo er sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu,“ segir Ingileif sem einnig er skipuleggjandi fundarins. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn og verður hann settur klukkan 17.
Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira